Atvinnuleysi hefur farið hratt vaxandi frá hruni stóru íslensku bankanna þriggja. Samkvæmt skráningum á vinnumiðlanir eru nú 9.173 atvinnulausir á landinu öllu en voru 2.520 í lok september síðastliðinn eða rétt fyrir bankahrunið.
Fjöldi atvinnulausra hefur því aukist um 6.653 á ríflega þremur mánuðum. Fyrir ári síðan eða í upphafi árs 2008 voru 1.548 skráðir atvinnulausir. Í dag eru því nær sex sinnum fleiri skráðir atvinnulausir en fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.