Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fordæmdi árásir Ísraelshers á Gazaströndina og harmaði afstöðuleysi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.skömmu eftir að Þorgerður Katrín hafði sagt í fréttum að ekki væri hægt að fordæma árásirnar nema ríkisstjórnin kæmi saman og ræddi það fyrst. Spurningar vöknuðu því um hvort ríkisstjórnin væri ekki sammála í afstöðunni gegn innrásinni.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins sögðust eftir ríkisstjórnarfund í morgun fordæma innrás Ísraelshers á Gaza ströndina og framferði Hamas samtakanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ekki hægt að skilja þar á milli. Ekki náist vopnahlé nema báðar fylkingar dragi sig í hlé. Hún segist þó sátt við utanríkisráðherra.