Friðarsúlan hlaut bronsið

Friðarsúlufrímerkið þótti með óvenjulegustu frímerkjum ársins.
Friðarsúlufrímerkið þótti með óvenjulegustu frímerkjum ársins.

Íslenskt frímerki af friðarsúlunni í Viðey lenti í  3 sæti er StampNews , vefmiðill frímerkjasafnara, valdi tíu óvenjulegustu frímerki ársins 2008.

Íslenska frímerkið sem um ræðir kom á markað í október og er prýtt mynd af friðarsúlunni í Viðey, sem tileinkuð er minningu bítilsins John Lennon. Frímerkið er prentað með hefðbundinni offset tækni, og síðan er prentað yfir það með silkifilmu úr fosfór sem veldur því að myndin dregur að sér birtu og svo það lýsir í myrkri. Þegar frímerkið er síðan sett í útfjólublátt ljós þá birtist á því mynd af John Lennon.

Þess má geta að frímerkin sem lentu í fyrsta og öðru sæti voru bæði austurísk. Annað var bróderað frímerki með blómamynd, en hitt sýndi fótbolta og var unnið úr sama efni og boltarnir sem notaður voru í Evrópukeppninni í fótbolta.

StampNews

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert