Guðmundur í Framsóknarflokk

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson.

Guðmund­ur Stein­gríms­son, varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur sagt sig úr flokkn­um og gengið í Fram­sókn­ar­flokk­inn. Seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við Frétta­blaðið í dag, að hann ætli af heil­um hug að taka þátt í því end­ur­reisn­ar­starfi, sem fyr­ir hönd­um er í Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Guðmund­ur seg­ist ekki vera sátt­ur við rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks og seg­ir að at­b­urðarás síðustu mánaða hafi ein­kennst af fáti, fyr­ir­hyggju­leysi og skorti á gagn­sæi. „Ég get ekki séð að þessi at­b­urðarás rími við grund­vall­ar­hug­sjón­ir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og ég veit að marg­ir inn­an flokks­ins eru sam­mála mér um það seg­ir hann.

Guðmund­ur er son­ur Stein­gríms Her­manns­son­ar, fyrr­um for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra og son­ar­son­ur Her­manns Jónas­son­ar, sem gegndi sömu embætt­um á sín­um tíma. Guðmund­ur seg­ir aðspurður að ekki hafi komið til tals að hann bjóði sig fram til for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka