Hiti á fundi framsóknarmanna

Fundað í Þjóðleikhúskjallaranum.
Fundað í Þjóðleikhúskjallaranum. mbl.is/Golli

Heitar umræður eru nú á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur sem nú stendur yfir í Þjóðleikhúskjallaranum, að því er heimildir mbl.is herma. Aðsókn að fundinum var miklu meiri en gert var ráð fyrir og þurfti þess vegna að flytja fundinn frá flokksskrifstofunum á Hverfisgötu yfir í Þjóðleikhúskjallarann.

Fundurinn í kvöld er undirbúningsfundur fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sem haldið verður nú í janúar en því var flýtt um tvo mánuði.

„Þetta var góður fundur. Fjörugur til þess að byrja með en svo urðu menn sáttir og allt gekk vel. Þetta gefur góð fyrirheit um að líflegt flokksþing sé framundan,“ sagðir Guðlaugur Sverrisson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur í samtali við mbl.is í kvöld.

Hann sagði tvo lista hafa komið fram með nöfnum 125 fulltúra félagsins á flokksþingið sem fram fer 16. til 18. þessa mánaðar. Einn listi var lagður fram af fulltrúum nýrra félaga í flokknum. Guðlaugur vildi ekki svara því hvort það hefðu verið stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem er meðal frambjóðenda sem formaður flokksins. Guðlaugur, sem er formaður félagsins, sagði sátt hafa náðst um að fimma manna nefnd myndi fá það verkefni að setja saman lista fulltrúa félagsins á þinginu. Guðlaugur á sjálfur sæti í nefndinni ásamt Guðmundi Gíslasyni varaformanni félagsins.

„Ljóst er að baráttan fyrir formannskjörið á flokksþinginu er að harðna ef marka má stemmninguna á fundinum,“ sagði Guðlaugur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert