Húsvíkingar kveðja jólin

Álfakóngur og álfadrottning við brennuna í suðurfjörunni á Húsavík. Mynd2. …
Álfakóngur og álfadrottning við brennuna í suðurfjörunni á Húsavík. Mynd2. Ljótu hálfvitarnir áttu sína fulltrúa á þrettándagleðinni á Húsavík. mbl.is/Hafþór

Húsvíkingar kvöddu jólin með þrettándabrennu í suðurfjörunni nú undir kvöld. Álfakóngur- og drottning ásamt hinum ýmsu furðuverum leiddu blysför frá íþróttahöllinni niður á uppfyllinguna við GPG.

Þar var kveikt í brennunni ásamt því að lagið var tekið áður en Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hélt glæsilega flugeldasýningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert