Hvatt til vöruþróunar á Vestfjörðum

Vestfirðir
Vestfirðir Af vef Bæjarins besta

Vöruþróun á Vestfjörðum er verkefni á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð sem fer af stað í ár. Er verkefnið, að sögn Bæjarins besta, ætlað starfandi fyrirtækjum á Vestfjörðum sem vilja vinna að nýsköpun, vexti eða umbótum í starfsemi sinni.

Þannig er markmið verkefnisins m.a. að þróa þjónustu eða vöru á innanlandsmarkað eða til útflutnings, að veita faglegan og fjárhagslegan stuðning við þróun á þjónustu eða vöru og að koma samkeppnishæfri vöru eða þjónustu á markað innan 18 mánaða frá upphafi verkefnisins.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 12. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka