Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, tekur í dag fyrstu skóflustunguna nýrra stúdentagarða við Skógarveg í Reykjavík verður tekin í dag. Byggð verða þrjú fjögurra hæða fjölbýlishús, samtals 80 fjölskylduíbúðir fyrir stúdenta Háskóla Íslands. Verklok eru áætluð 1. desember 2009.
Gríðarleg eftirspurn er eftir íbúðum og mörg hundruð námsmenn ávallt á biðlista eftir því sem segir í tilkynningu.
Athöfnin hefst við Skógarveg klukkan 16 en að lokinni skóflustungu munu ráðherra og björgunarsveitarmenn lýsa upp himininn með flugeldum