Jólin kvödd með virktum

Oddny Lind og Guðfinna Birna kveiktu á stjörnuljósum í Gufunesi.
Oddny Lind og Guðfinna Birna kveiktu á stjörnuljósum í Gufunesi. mbl.is/Kristinn

Jólin eru kvödd víða um land í dag á þrettándanum með brennu, flugeldasýningu og álfadansi. Að venju fara álfar, tröll og aðrar furðuverur á kreik og Grýla og Leppalúði koma til að sækja syni sína, jólasveinana, og fylgja þeim upp í fjöllin.

Þrettándahátíð Vesturbæjar Reykjavíkur hófst klukkan 17:15 við Melaskóla. Þá hefst árleg þrettándabrenna Mosfellsbæjar  með blysför frá bæjartorginu kl. 20 og verður kveikt í brennunni um kl. 20.30 við hesthúsahverfið við Leirvog. Boðið verður upp á flugeldasýningu.

Jólin verða kvödd með álfadansi og söng á hátíð að Ásvöllum í Hafnarfirði. Dagskráin átti að hefjast klukkan 18.30 en henni lýkur klukkan n19.30 með flugeldasýningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert