Kvartað yfir hljóðfæraslætti

Lögreglan var kölluð að fjölbýlishúsi í Kópavogi nokkru eftir miðnætti í nótt. Tilkynnandi kvartaði undan hávaða og sagðist ekki ná að festa svefn. Þegar komið var á staðinn reyndist kvörtunin á rökum reist en heyra mátt óm af hljóðfæraleik út á stétt.

Þegar málið var kannað frekar reyndist karl á fimmtugsaldri vera að spila á píanó. Lögreglan segir, að  maðurinn hafi verið ölvaður og ekki í neinu standi til að spila á píanó eða önnur hljóðfæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka