Lýsa óánægju með vinnubrögð ráðherra

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsólk  St. Jósefsspítala Sólvangs í Hafnarfirði hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir megnri óánægju með vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, og þau fordæmd.

„Samskiptaleysi  og skortur  á upplýsingum  til starfsfólks hefur skapað  óvissu og kvíða um framtíð okkar og skjólstæðinga okkar," segir í yfirlýsingunni.

Sameining heilbrigðisstofnana hefur verið til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneytinu og samkvæmt heimildum mbl.is verða breytingar á starfsemi þeirra kynntar á næstu dögum. Fram kom í fréttum mbl.is í gær, að til standi að mynda hreyfingu í Hafnarfirði gegn áformum heilbrigðisráðuneytisins um að flytja starfsemi frá St. Jósefsspítala til annarra sjúkrahúsa.

„Það er mikil óánægja meðal bæjarbúa og þeir vilja sporna við breytingunum. St. Jósefsspítali, sem hefur verið starfræktur í 82 ár, hefur sérhæft sig í sérgreinum og hefur á mörgum sviðum verið fremstur í ákveðnum aðgerðum. Það er ekki hægt að sætta sig við að starfsemin hér verði lögð niður eða flutt annað. Bæjarbúar vilja svör við því hvaða starfsemi sjúkrahússins eigi að flytja, hvers vegna eigi að flytja hana og hversu mikið sparist við slíka flutninga. Menn skilja heldur ekki leyndina sem hvílt hefur yfir þessu,“ sagði Gunnhildur Sigurðardóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri á St. Jósefsspítala, við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert