Rætt um fjárhagsáætlun fram á nótt

Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.
Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.

Umræða stóð enn um miðnættið um  fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2009 en gert var ráð fyrir því að hún yrði samþykkt í nótt.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, sagði í umræðunni í dag, að fjárhagsáætlunin tryggði það að staðinn verði vörður um það sem mestu skipti fyrir borgarbúa: grunnþjónustuna, störfin og verðskrárnar. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, dró í efa að svo yrði.

Hanna Birna sagði að A-hluti borgarsjóðs verði hallalaus, útsvar óbreytt og fasteignaksattar ekki hækkaðir. „Teljum við í meirihlutanum skattahækkanir við þessar aðstæður ekki góðan kost," sagði hún og kvaðst standa við loforð um að álögur yrðu ekki hækkaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka