Ríkisstjórnin hefur enga möguleika á því að vinna dómsmál gegn Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaga. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem ríkisstjórnin lét vinna og liggur til grundvallar Þeirri ákvörðun að hætta við málsókn í Bretlandi. Að sama skapi var Landsbankinn ekki talinn eiga neina vinningsmöguleika í slíku dómsmáli.
Ríkisstjórnin hrfir nú til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg og vonast eftir því að fá viðurkenningu á því þar að íslenska þjóðin hafi verið órétti beitt.