Eiður Guðnason aðalræðismaður í Þórshöfn mun láta af störfum í utanríkisþjónustunni og tekur Albert Jónsson sendiherra í Washington við sem aðalræðismaður í Þórshöfn, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Hjálmar W. Hannesson fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York tekur við sem sendiherra Íslands í Washington. Gunnar Pálsson sendiherra í Nýju Delhí flyst til starfa sem fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og mun Finnbogi Rútur Arnarson, sendifulltrúi, veita sendiráðinu forstöðu tímabundið. Guðmundur Eiríksson sendiherra í Pretoríu tekur við starfi prótókollstjóra í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Þá lætur Helgi Ágústsson prótókollstjóri af störfum.