Erlend íbúðalán til ÍLS

mbl.is/Sverrir

Ákveðið hef­ur verið að flytja er­lend íbúðalán heim­ila, sem hafa hækkað mikið í kjöl­far geng­is­falls krón­unn­ar á síðasta ári, frá viðskipta­bönk­un­um til Íbúðalána­sjóðs. Um leið verður lán­un­um breytt í venju­leg ís­lensk verðtryggð íbúðalán.

Í krón­um talið hækkuðu er­lend lán gríðarlega mikið á síðasta ári og greiðslu­byrði þyngd­ist. Ástæðan er sú að krón­an veikt­ist um 80% gagn­vart öðrum gjald­miðlum.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins á hins veg­ar ekki að miða við gengi krón­unn­ar í dag við þessa yf­ir­færslu. Viðmiðun­ar­gengið verður ná­lægt gengi krón­unn­ar á þeim tíma þegar mynt­körfulán­in voru tek­in.

Unnið er að þess­ari lausn í fé­lags­málaráðuneyti Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og viðskiptaráðuneyti Björg­vins G. Sig­urðsson­ar.

Gangi þetta eft­ir mun greiðslu­byrði margra heim­ila létt­ast. Lán­in lækka í krón­um talið en ís­lensk­ir vext­ir eru hærri en víða er­lend­is. Ekki ligg­ur fyr­ir hver kostnaður rík­is­sjóðs verður við þessa aðgerð.

Sam­hliða þessu er nú á loka­stigi flutn­ing­ur íbúðalána í viðskipta­bönk­un­um til Íbúðalána­sjóðs. Það mun ganga eft­ir á allra næstu vik­um sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Guðmund­ur Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri Íbúðalána­sjóðs, seg­ir að verið sé að ganga frá reglu­gerð um flutn­ing­inn í fé­lags­málaráðuneyt­inu.

Auk viðskipta­bank­anna þriggja geta spari­sjóðir óskað eft­ir að íbúðalána­söfn þeirra verði yf­ir­tek­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert