Fundur Framsóknarfélags Kópavogs var haldinn í kvöld og fór vel fram samkvæmt heimildum mbl.is. Á fundinum voru 29 fulltrúar kosnir fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sem haldið verður um helgina og var öllum leyft að skrá sig á lista sem vildu. Nokkuð mikill áhugi var vegna skráningarinnar og voru tæplega 60 nöfn á listanum sem svo var kosið um.
Um 50 manns voru á fundinum sem þykir nokkuð fjölmennur aðalfundur. Lítið var um nýskráningar á fundinum.