Hagræðing um 1.300 milljónir króna

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag mbl.is/Golli

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son heil­brigðisráðherra upp­lýsti á fundi með blaðamönn­um að boðaðar breyt­ing­ar á heil­brigðisþjón­ust­unni muni skila hagræðingu upp á 1.300 millj­ón­ir króna, þar af 750 millj­ón­ir á suðvest­ur­horni lands­ins og 550 millj­ón­ir á lands­byggðinni. Stofnaðir verða vinnu­hóp­ar sem munu út­færa breyt­ing­arn­ar nán­ar og skila þeirri vinnu fyr­ir 19. janú­ar nk. 

Verið er að skoða að færa verk­efni út á land, m.a. inn­heimtu og end­ur­hæf­ingu. Einnig verið að skoða að nýta bet­ur hjúkrr­un­ar­rými út á landi. Þá á að færa sér­greina­lækn­ing­ar út á land, og gefa heil­brigðis­stofn­un­um aukið tæki­færi á að taka á slík­um verk­efn­um.

Guðlaug­ur seg­ist ætla að beita sér fyr­ir því að færa fleiri verk­efni til sveit­ar­fé­laga, eins og heilsu­gæslu og heima­hjúkr­un. Viðræður um það munu fara af stað fljót­lega. Breyta á fyr­ir­komu­lagi lyfja­mála og út­færa bet­ur ra­f­ræna sjúkra­skrá.

Guðlaug­ur benti á að fimm sjúkra­hús væru á höfuðborg­ar­svæðinu, og nýta ætti þá þjón­ustu og aðstöðu sem best. Mark­miðið með breyt­ing­um á SV-horn­inu er að hagræða um 750 millj­ón­ir króna. Kynna á heilsu­gæsl­un­ar frek­ar sem fyrsta viðkomu­stað sjúk­linga.

Guðlaug­ur seg­ir mark­miðið að viðhalda grunnþjón­ust­unni, en það verði að gera með öðrum hætti en til þessa. Mark­miðið er að hag­fræða um 550 millj­ón­ir króna á lands­byggðinni. Eft­ir samruna stofn­ana verði til sex öfl­ug­ar ein­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka