Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra upplýsti á fundi með blaðamönnum að boðaðar breytingar á heilbrigðisþjónustunni muni skila hagræðingu upp á 1.300 milljónir króna, þar af 750 milljónir á suðvesturhorni landsins og 550 milljónir á landsbyggðinni. Stofnaðir verða vinnuhópar sem munu útfæra breytingarnar nánar og skila þeirri vinnu fyrir 19. janúar nk.
Verið er að skoða að færa verkefni út á land, m.a. innheimtu og endurhæfingu. Einnig verið að skoða að nýta betur hjúkrrunarrými út á landi. Þá á að færa sérgreinalækningar út á land, og gefa heilbrigðisstofnunum aukið tækifæri á að taka á slíkum verkefnum.
Guðlaugur segist ætla að beita sér fyrir því að færa fleiri verkefni til sveitarfélaga, eins og heilsugæslu og heimahjúkrun. Viðræður um það munu fara af stað fljótlega. Breyta á fyrirkomulagi lyfjamála og útfæra betur rafræna sjúkraskrá.
Guðlaugur benti á að fimm sjúkrahús væru á höfuðborgarsvæðinu, og nýta ætti þá þjónustu og aðstöðu sem best. Markmiðið með breytingum á SV-horninu er að hagræða um 750 milljónir króna. Kynna á heilsugæslunar frekar sem fyrsta viðkomustað sjúklinga.
Guðlaugur segir markmiðið að viðhalda grunnþjónustunni, en það verði að gera með öðrum hætti en til þessa. Markmiðið er að hagfræða um 550 milljónir króna á landsbyggðinni. Eftir samruna stofnana verði til sex öflugar einingar.