Hefur enginn áhrif hér heima

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ljósmynd/Emil Þór

18% samdráttur í framleiðslu hjá bandaríska álfélaginu Alcoa mun enginn áhrif hafa hér heima, að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa Fjaðaráls. Alcoa tilkynnti í gærkvöldi, að um 13% starfsmanna félagsins um allan heim, eða um 13.500 manns, yrði sagt upp á árinu.  Þá verði dregið úr álframleiðslu vegna samdráttarins í efnahagslífi heimsins. 

„Þessi mikli niðurskurður hefur ekki áhrif hjá okkur,“ segir Erna. Fullmannað sé í öll störf og því komi ráðningabann ekki illa við fyrirtækið, sem sé auk þess nýjasta álver Alcoa og allur búnaður því mjög nútímalegur.

„Menn byrja væntanlega fyrst á því að skera niður í einhverjum eldri og óhagkvæmari einingum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert