St. Jósefs með öldrunarlækningar og hvíldarinnlögn

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands. mbl.is/Skapti

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son heil­brigðisráðherra er að kynna um­fangs­mikl­ar skipu­lags­breyt­ing­ar á heil­brigðisþjón­ustu í land­inu, á fundi með frétta­mönn­um. Eiga breyt­ing­arn­ar að taka gildi 1. mars nk. Meðal helstu breyt­inga er að St. Jós­efs­spít­ala í Hafnar­f­irði verður falið hlut­verk á sviði öldrun­ar­lækn­inga og hvíld­ar­inn­lagna.

Sér­fræðing­um og fag­fólki, sem þar hafa gert skurðaraðgerðir, verður boðin aðild að því að byggja upp skurðstof­u­r­ekst­ur í nýrri aðstöðu á Suður­nesj­um. Melt­inga­sjúk­dóma- og lyflækn­inga­deild verður tengd starf­semi á Land­spít­al­an­um og göngu­deild­arþjón­usta á St. Jós­efs­spít­ala þróuð með sér­fræðing­um þaðan. Land­spít­al­inn mun yf­ir­taka skurðstof­u­r­ekst­ur á Sel­fossi og vakt­ir á skurðstof­um á Sel­fossi og í Kefla­vík verða lagðar af.

All­ar heil­brigðsstofn­an­ir og heilsu­gæslu­stöðvar á Norður­landi verða sam­einaðar í eina und­ir for­ystu FSA á Ak­ur­eyri, sem verður Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands. All­ar heil­brigðis­stofn­an­ir á Vest­ur­landi verða sam­einaðar und­ir eina, Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands sam­einuð stofn­un­inni í Eyj­um, sem jafn­framt tek­ur við samn­ing­um við Heil­brigðis­stofn­un­ina á Höfn.

Heil­brigðis­stofn­un­in á Pat­reks­firði sam­ein­ast Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða og auka á sam­starf milli Heil­brigðis­stofn­un­ar Aust­ur­lands og FSA.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert