Hópslagsmál í Lönguhlíð

Lög­regl­unni í Reykja­vík tókst að skakka leik­inn þegar tveim­ur hóp­um  með bar­efli lenti sam­an í Löngu­hlíð í kvöld. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni sem lög­regl­unni barst fyr­ir um hálfri klukku­stund var um út­lend­inga að ræða.

Eng­inn slasaðist í slags­mál­un­um, að því er lög­regl­an grein­ir frá. Hún seg­ir að rætt hafi verið við slags­mála­hund­ana á staðnum og þeir síðan haldið sína leið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert