Íkveikjur á Akureyri

Nokkrar skemmdir urðu á leikskólanum.
Nokkrar skemmdir urðu á leikskólanum.

Tvær íkveikjur voru á Akureyri í gærkvöld um tíuleytið og var í báðum tilfellum kveikt í rusli sem safnað hafði verið til endurvinnslu.

Kveikt var í gámi við leikskólann Kiðagil. Gámurinn sem stóð uppi við húsið, geymdi tómar mjólkurfernur sem krakkarnir höfðu verið að safna. Töluverður eldur var kominn í gáminn því rúða í leikskólanum sprakk og eldur var kominn í gluggann.  

Tveir menn sem búa í nærliggjandi húsum forðuðu hins vegar leikskólanum frá frekara tjóni með því að draga gáminn frá húsinu. Slökkviliðið réði síðan niðurlögum eldsins þegar það kom á svæðið. Nokkrar skemmdir eru á Kiðagili, bæði innan á húsinu og utan.

Eldur kom þá líka upp í endurvinnslugám við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Er þar vitað að unglingar voru að fikta með eld og flugelda skömmu áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert