Á vefsíðu ísraelska dagblaðsins Jerusalem Post í dag er fjallað um fordæmingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra Íslands, á árásum Ísraela á Gaza-svæðið. Ingibjörg hafi lagt áherslu á að slík innrás kæmi óhjákvæmilega niður á almennum borgurum.
Vitnað er til yfirlýsingar Ingibjargar um að „beiting slíks ægivalds leiði til þess að alþjóðasamfélagið sýni ábyrgð og grípi inn í og þess að sent verði friðargæslulið á svæðið.“ Hún hafi svo bætt við að henni þætti miður um óeiningu Öryggisráðs SÞ í málinu.
„Öryggisráðið ber ábyrgð á friði og öryggi í heiminum og ástandið á Gaza-svæðinu krefst þess að alþjóðasamfélagið, með Öryggisráðið í forystu, uppfylli skyldur sínar samkvæmt alþjóðalögum,“ var haft eftir Ingibjörgu.
Hér má sjá grein Jerusalem Post.