Nýir eigendur að Menntaskólanum Hraðbraut

Engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri skólans.
Engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri skólans.

Breytingar urðu nú um áramót á eignarhaldi Menntaskólans Hraðbrautar er Nýsir og aðrir eigendur seldu eignarhlut sinn í skólanum til hjónanna Borghildar Pétursdóttur og Ólafs Hauks Johnson skólastjóra skólans. Fyrir áttu þau helmingshlut í skólanum, en eru nú einu eigendur hans.

Ólafur Haukur segir þau hafa mikla trú á því starfi sem þar fer fram. Við erum ekki í nokkrum vafa um ágæti skólans og fjárfestingarinnar í heild sinni,“ segir hann. Viðræður um kaupin á skólanum voru nokkra mánuði í undirbúningi. „Við vorum búin að vera að þrýsta á um þetta eftir að ljóst varð að Nýsir voru komnir í svona erfið mál.“ Vilyrði hafi síðan fengist fyrir kaupunum rétt fyrri jól, en þó með fyrirvara um samþykki lánadrottna sem nú hafi veitt vilyrði sitt.

Engar breytingar eru áætlaðar á rekstri skólans í nánustu framtíð. Um 150-160 manns stunda nú nám við Menntaskólann Hraðbraut sem boðið hefur nemendum að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert