Samráð skilaði árangri í þágu borgarbúa

Borgarfulltrúar Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Reykjavík segja í tilkynningu, að þótt ekki hafi nást samstaða um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár í heild, sé hún til marks um að samráð meiri- og minnihluta geti skilað árangri í þágu borgarbúa.

„(Fjárhagsáætlunin) hefur verið unnin með nýstárlegum hætti, og einkennist af þrengri efnahag en sést hefur um langt skeið. Áætlunin byggir á í meginatriðum á aðgerðaráætlun sem var samþykkt þegar í haust þar sem var sammælst um tilteknar meginreglur, að standa vörð um störfin, hækka ekki gjaldskrár og verja grunnþjónustuna.

Á þeim sviðum þar sem minnihlutinn hefur komið með virkum hætti að gerð fjárhagsáætlunarinnar sjást þess skýr merki. Eins hefur verið samþykktur fjöldi breytingartillagna þar sem full samstaða er í aðgerðarhópnum og ber að þakka fulltrúum hans lokasprettinn, þar sem mikill vilji var til að koma til móts við þau sjónarmið sem helst höfðu verið uppi í vinnunni. Þessi staðreynd er afar mikilvæg fyrir það yfirbragð sem er á niðurstöðunni," segir m.a. í yfirlýsingu frá VG.

Fyrir liggi samt sem áður að vandasöm verkefni séu næst á dagskrá bæði að því er varði launahagræðingu og annan niðurskurð en jafnframt endurskoðun áætlunarinnar þegar í marsmánuði. Vinstri græn muni koma að þeirri vinnu hér eftir sem hingað til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert