Svæðið stórt og samlegðaráhrifin mismikil

Halldór Jónsson, forstjóri FSA, ásamt heilbrigðisráðherra á góðri stund.
Halldór Jónsson, forstjóri FSA, ásamt heilbrigðisráðherra á góðri stund.

Sam­kvæmt breyt­ing­um heil­brigðisráðherra, sem kynnt­ar voru í dag, munu heil­brigðis­stofn­an­ir og heilsu­gæslu­stöðvar á Norður­landi sam­ein­ast nýrri stofn­un á Akreyri, Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands, sem byggj­ast mun á Fjórðungs­sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, FSA.

Hall­dór Jóns­son, for­stjóri FSA, seg­ir Norður­land vissu­lega vera stórt heil­brigðisum­dæmi og sam­legðaráhrif­in verði mis­mik­il. „Að mínu mati eru mögu­leik­arn­ir fyr­ir hendi inn­an hluta af svæðinu og milli ákveðinna staða. Við hljót­um að eiga að líta já­kvætt á þetta verk­efni, þegar það verður sett í gang. Jafn­framt þurf­um við að átta okk­ur á því sem kann að verða nei­kvætt eða erfitt viður­eign­ar og hvernig við bregðumst við því. Ég trúi að í þessu séu mögu­leik­ar sem geti bætt og styrkt þjón­ust­una á svæðinu, sér­stak­lega til lengri tíma. Núna búum við við þreng­ing­ar sem setja okk­ur vissu­lega tak­mörk,“ seg­ir Hall­dór.

Aðspurður reikn­ar hann með að ein­hverj­ar aðgerðir verði flutt­ar til Ak­ur­eyr­ar í meira mæli, sem og fæðing­ar frá stöðum eins og Sauðár­króki sem hef­ur haft fæðing­ar­deild starf­andi. Þetta eigi eft­ir að koma bet­ur í ljós, en tryggja þurfi gæði og ör­yggi þjón­ust­unn­ar sem veitt verður.

Stjórn­end­um mun fækka

„Nýtt skipu­rit verður til með nýrri stofn­un. Það kom vel fram í máli heil­brigðisráðherrra á kynn­ing­unni í dag að fyr­ir­fram sjá menn fyr­ir sér að fækk­un og breyt­ing verður á stjórn­endaliði heil­brigðis­stofn­ana á þessu svæði. Verk­efni og stöður breyt­ast og það verður að koma í ljós hvernig því verður best fyr­ir komið,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son hjá FSA, sem var meðal þeirra stjórn­enda heil­brigðis­stofn­ana er sátu kynn­ing­ar­fund heil­brigðisráðherra með fjöl­miðlum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert