Vandinn gæti aukist með einhliða upptöku

Reuters

„Einhliða upptaka er engin töfralausn“ er fyrirsögn aðsendrar greinar sem 32 hagfræðingar skrifa undir og birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrslausn hennar hefur verið slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum,“ segir í upphafi greinarinnar.

Vikið er að mikilvægi þess að huga að umbótum í hagstjórn, þá sérstaklega framtíðarskipan peningamála, og því er hafnað að einhliða upptaka evru sé skjótvirk lausn á núverandi gjaldeyriskreppu og undankomuleið frá stórfelldum erlendum lántökum.

„Því miður stenst hvorug þessara fullyrðinga þótt gjaldmiðilsskiptin séu í sjálfu sér tæknilega einföld. Þvert á móti er einhliða upptaka erlends gjaldmiðils ekki líkleg til að leysa gjaldeyriskreppuna auk þess sem önnur verri vandamál gætu risið ef slík leið yrði farin.“

Sjá nánar á Evrópusambandsvef mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert