90 manns fyrir utan Sólvang

MIkill hiti er í Hafnfirðingum.
MIkill hiti er í Hafnfirðingum. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Mikill hiti er í um níutíu Hafnfirðingum sem eru fyrir utan Sólvang í Hafnarfirði en þar fer fram fundur heilbrigðisráðherra með starfsmönnum St. Jósepsspítala-Sólvangs. Gerð voru köll að ráðherranum þegar hann mætti til fundarins.

Fyrirhugaðar eru breytingar á starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar sem hugnast starfsmönnum og bæjarbúum almennt illa. Fundurinn er lokaður og eru um 100 manns á honum. Fyrir utan Sólvang hafa hins vegar safnast um níutíu manns sem ekki fá að fara á fundinn en sýna samstöðu í verki.

Hafnfirðingar sem blaðamaður mbl.is ræddi við segja m.a. að breytingarnar ógni heilsufarslegu öryggi Hafnfirðinga, þær séu slæmar fyrir atvinnustig bæjarins auk þess sem nokkrir bentu á að stór hluti tækjabúnaðar St. Jósepsspítala hafi félagasamtök í bænum gefið.

Um hundrað manns eru starfsmannafundinum, sem er lokaður öðrum.
Um hundrað manns eru starfsmannafundinum, sem er lokaður öðrum. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, fundar með starfsfólki. Gerð voru köll …
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, fundar með starfsfólki. Gerð voru köll að honum þegar hann kom til fundar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert