Á milli 300-400 mótmæla við sendiráð Bandaríkjanna

Fólkið krafðist þess m.a. að blóðbaðið á Gasasvæðinu verði stöðvað.
Fólkið krafðist þess m.a. að blóðbaðið á Gasasvæðinu verði stöðvað. mbl.is/Júlíus

Friðsamleg mótmæli fóru fram við sendiráð Bandaríkjanna á vegum Félagsins Ísland Palestína. Talið er að á milli 300-400 manns hefðu verið á svæðinu og hlýtt á ræðu Sveins Rúnars Haukssonar, formanns félagsins.

Á milli 10-15 lögreglumenn voru við mótmælin en hafa ekki þurft að beita sér. Að sögn blaðmanns mbl.is á Laufásveginum vou fáir mótmælendur hettu- eða grímuklæddir.

Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Sýnum samstöðu - Stöðvum fjöldamorðin“ og er stuðningi Bandaríkjanna við árásir Ísraela á Gaza svæðið mótmælt.

Á milli 300-400 manns mótmæla við sendiráð Bandaríkjanna.
Á milli 300-400 manns mótmæla við sendiráð Bandaríkjanna. mbl.is/Júlíus
Góð stemning er meðal mótmælenda sem hlýða á ræðuhöld.
Góð stemning er meðal mótmælenda sem hlýða á ræðuhöld. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka