Bjarg féll á Siglufjarðarveg

Strákagöng.
Strákagöng. www.mats.is

Bjarg féll á Siglufjarðarveg, rétt vestan við Strákagöng, nú á fimmta tímanum. Að sögn lögreglu er erfitt að segja til um ummál bjargsins en stórtæka vinnuvél þurfti til að fjarlægja það. Sjaldgæft er að svo stórir steinar falli niður á veg, og mildi að engin skyldi vera nálægt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tók stuttan tíma að fjarlægja bjargið en hætta er á að fleiri falli. Hitastig hefur verið hátt að undanförnu, allt að tíu stiga hiti, og þá geti það losnað sem frosið var. Vegfarendur eru því beðnir um að fara með gát.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert