Bjarg féll á Siglufjarðarveg, rétt vestan við Strákagöng, nú á fimmta tímanum. Að sögn lögreglu er erfitt að segja til um ummál bjargsins en stórtæka vinnuvél þurfti til að fjarlægja það. Sjaldgæft er að svo stórir steinar falli niður á veg, og mildi að engin skyldi vera nálægt.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tók stuttan tíma að fjarlægja bjargið en hætta er á að fleiri falli. Hitastig hefur verið hátt að undanförnu, allt að tíu stiga hiti, og þá geti það losnað sem frosið var. Vegfarendur eru því beðnir um að fara með gát.