Enn er leitað loðnu

Loðna.
Loðna. mbl.is

„Við vorum beðnir um að kíkja aðeins vestur á Hala, þar var togari sem varð var við loðnu í trolli,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE. Albert segir loðnuleit á formlegu leitarsvæði skipsins lokið en leitað verður vestur af landinu í kvöld og jafnvel fram á nótt.

Albert segir að leitin hafi gengið vel hingað til, loðna fundist víðast hvar á leitarsvæðinu; fínar lóðningar. „Svo er að sjá hvað Hafró mælir út úr þessu. Það er stóra spurningin.“

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunarinnar, sagði í samtali við mbl.is að enn væri verið að taka gögn í hús, greina þau og vinna úr þeim. „Það tekur sinn tíma. Við erum að leggja nótt við dag í verkefnið.“ Þorsteinn segist ekki vilja gefa neitt út um hvenær niðurstaða er að vænta, „Það væri einungis skot út í loftið.“

Þá hóf hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson sl. nótt endurtekna mælingu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert