Enn er leitað loðnu

Loðna.
Loðna. mbl.is

„Við vor­um beðnir um að kíkja aðeins vest­ur á Hala, þar var tog­ari sem varð var við loðnu í trolli,“ seg­ir Al­bert Sveins­son, skip­stjóri á Faxa RE. Al­bert seg­ir loðnu­leit á form­legu leit­ar­svæði skips­ins lokið en leitað verður vest­ur af land­inu í kvöld og jafn­vel fram á nótt.

Al­bert seg­ir að leit­in hafi gengið vel hingað til, loðna fund­ist víðast hvar á leit­ar­svæðinu; fín­ar lóðning­ar. „Svo er að sjá hvað Hafró mæl­ir út úr þessu. Það er stóra spurn­ing­in.“

Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri nytja­stofna­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar, sagði í sam­tali við mbl.is að enn væri verið að taka gögn í hús, greina þau og vinna úr þeim. „Það tek­ur sinn tíma. Við erum að leggja nótt við dag í verk­efnið.“ Þor­steinn seg­ist ekki vilja gefa neitt út um hvenær niðurstaða er að vænta, „Það væri ein­ung­is skot út í loftið.“

Þá hóf haf­rann­sókn­ar­skipið Árni Friðriks­son sl. nótt end­ur­tekna mæl­ingu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert