Fólk mun berjast fyrir sínu

Sæunn Stefánsdóttir
Sæunn Stefánsdóttir

„Ég held að fólk ætli að berjast eins og það getur og láta ekki fólk sem er nýkomið í flokkinn ýta þeim sem lengur hafa starfað úr vegi,“ segir Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins um atburði á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gærkvöldi.

Hópur félaga úr Framsóknarflokknum, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir og Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður, hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem fullyrt er að fjandsamleg yfirtaka hafi farið fram á fundi félagsins í fyrrakvöld, þar sem skráðir voru 70 nýir félagar undir lok dags.

Ólýðræðisleg vinnubrögð

„Ég er sorgmædd yfir því að Framsóknarflokkurinn skuli ekki nýta sér það tækifæri sem nú gefst til þess að kjósa sér nýja forystu, móta stefnu og velja ný vinnubrögð á væntanlegu flokksþingi. Ég tel að þeir sem að þessu stóðu á fundinum í gær hafi litið framhjá þessu tækifæri,“ segir Sæunn Stefánsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert