Hlaupsekúnda olli rafmagnsleysi

Fljóts­dals­stöð leysti út þegar nokkr­ar mín­út­ur voru liðnar af ný­ár­inu. Svo­nefnd hlaup­sek­únda truflaði raf­orku­vinnslu í Fljóts­dals­stöð. Útleys­ing­in olli straum­leysi í á aðra klukku­stund hjá Fjarðaáli. Einnig varð á sama tíma straum­leysi í dreifi­kerfi Rarik á Djúpa­vogi, en ekki er enn ljóst hvernig sú trufl­un teng­ist trufl­un­inni í Fljóts­dal. Þetta kem­ur fram á vef Lands­virkj­un­ar.  

„Útleys­ing­in átti sér stað vegna trufl­un­ar í stjórn­tölvu­kerfi véla stöðvar­inn­ar. Or­sök­in er rak­in til viðbót­ar sek­úndu sem skotið var aft­an við liðið ár, svo­kallaðrar hlaup­sek­úndu. Stjórn­kerfi vél­anna hefði ekki átt að trufl­ast vegna þessa, þannig að um er að ræða mis­tök í for­rit­un kerf­is­ins. Fram­leiðandi stjórn­kerf­is­ins hef­ur þegar viður­kennt þetta og vinn­ur nú í að lag­færa hug­búnaðinn.

  Hlaup­sek­únd­um er skotið inn öðru hverju til þess að leiðrétta klukk­ur til sam­ræm­is við breyt­ing­ar á snún­ings­hraða jarðar. Síðasta breyt­ing (fyr­ir utan þessa) var gerð um ára­mót­in 2005 / 2006.  Inn­byggð klukka stjórn­kerf­is Fljóts­dals­stöðvar er leiðrétt sjálf­virkt með tíma­merki frá GPS gervi­tungli.

Nú um ára­mót­in sendi GPS kerfið semsagt stjórn­kerfi stöðvar­inn­ar leiðrétt­ingu um þessa hlaup­sek­úndu með þeirri af­leiðingu að al­var­leg trufl­un varð í kerf­inu vegna gall­ans í hug­búnaðinum.  

Lands­virkj­un þykir miður að þessi galli hafi leitt til straum­leys­is og mun tryggja það að hann verði lag­færður," að því er seg­ir á vef Lands­virkj­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert