Krafa Kjalars 190 milljörðar króna

Fjárfestingafélögin Exista og Kjalar, sem áttu samtals 35 prósentah lut í Kaupþingi, eiga kröfur til gamla Kaupþings sem nema a.m.k. 240 milljörðum króna vegna framvirkra gjaldmiðlaskiptasamninga. Með samningunum leituðust félögin við að verjast gengissveiflum, samkvæmt upplýsingum frá félögunum, vegna veikingar krónunnar.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær gerir Kjalar kröfu um að krafa félagsins upp á 650 milljónir evra verði gerð upp á markaðsgengi krónunnar hjá evrópska seðlabankanum. Gengið þar er meira en 80 prósentum hærra en hjá Seðlabanka Íslands. Evran er skráð á 290 krónur þar en 167 krónur hjá Seðlabanka Íslands. Miðað við það nemur virði krafna Kjalars 190 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er enn ekki ljóst hvernig gjaldmiðlaskiptasamningarnir verða gerðir upp. Afar ólíklegt er að þeir verði borgaðir út þar sem einfaldlega ekkert fé er til svo það sé hægt. Þá er einnig á reiki við hvaða gengi á að miða.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur skilanefnd Kaupþings ekki viljað fallast á það með forsvarsmönnum Kjalars að samningarnir skuli gerðir upp á markaðsgengi evrópska seðlabankans, þegar kemur að skuldajöfnun bankans og félagsins.

Exista á kröfur til gamla bankans vegna gjaldmiðlaskiptasamninga upp á 100 til 140 milljarða, allt eftir því gengi sem miðað er við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert