Lá við að fundurinn leystist upp

Ástþór Magnússon á borgarafundinum í kvöld.
Ástþór Magnússon á borgarafundinum í kvöld. mbl.is/Júlíus

Litlu mátti muna að borgarfundurinn í Iðnó leystist upp þegar einstaklingur í jólasveinabúningi krafðist þess að ávarpa fundinn. Var þar á ferð Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi. Fundarstjóri heimilaði það ekki en fundargestir voru margir á bandi jólasveinsins.

Svo virðist sem jólasveininn hafi einnig viljað veita Stefáni Eiríkssyni gjöf en tekið var fyrir það. Þegar fundargestir margir hverjir gerðu hróp að Gunnari Sigurðssyni, fundarstjóra, fyrir að hleypa jólasveininum ekki að sagði hann sig frá fundarstjórn.

Í kjölfarið kom Hörður Torfason upp í pontu lýsti því að uppákomur sem þessar væru að sundra mótmælendum. Komst ró á eftir ræðu Harðar og Gunnar tók aftur við fundastjórn. Jólasveininum var í kjölfarið vísað á dyr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert