LSS ályktar um sjúkraflutninga

Stjórn LSS varar við hugmyndum um sparnað.
Stjórn LSS varar við hugmyndum um sparnað. mbl.is

Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykkti á fundi sínum í kvöld ályktun þess efnis, að vara við hugmyndum Heilbrigðisstofnana að spara rekstrarkostnað með því að skerða þjónustu við sjúkraflutninga á landsbyggðinni.

„Til að tryggja öryggi sjúklinga og sjúkraflutningsmanna má ekki víkja frá þeirri lágmarkskröfu að ávallt séu tveir sjúkraflutningsmenn í hverjum flutningi,“ segir í ályktuninni sem Sverrir Björn Björnsson, formaður LSS, ritar undir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert