Mál Baldurs tekið fyrir

Baldur Guðnason
Baldur Guðnason JIM Smart

Vinnu­launa­mál Bald­urs Guðna­son­ar, fyrr­um for­stjóra Eim­skipa­fé­lags­ins, gegn fé­lag­inu var tekið fyr­ir í héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær. Bald­ur stefndi Eim­skipa­fé­lag­inu fyr­ir að virða ekki starfs­loka­samn­ing sinn og tel­ur fé­lagið skulda sér laun í 22 mánuði, en laun hans voru 50 þúsund evr­ur á mánuði.

Bald­ur tel­ur því Eim­skipa­fé­lagið skulda sér 183,7 millj­ón­ir króna miðað við gengi evru hjá Seðlabank­an­um í gær. Sam­kvæmt ráðning­ar­samn­ingi Bald­urs átti hann rétt á laun­um í 24 mánuði frá 1. mars 2008 til loka fe­brú­ar 2010. Stjórn Eim­skipa stöðvaði hins veg­ar launa­greiðslur til Bald­urs í maí síðastliðnum.

Að sögn Sig­urðar G. Guðjóns­son­ar, lög­manns Bald­urs, standa viðræður yfir milli málsaðila.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert