Mál Baldurs tekið fyrir

Baldur Guðnason
Baldur Guðnason JIM Smart

Vinnulaunamál Baldurs Guðnasonar, fyrrum forstjóra Eimskipafélagsins, gegn félaginu var tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Baldur stefndi Eimskipafélaginu fyrir að virða ekki starfslokasamning sinn og telur félagið skulda sér laun í 22 mánuði, en laun hans voru 50 þúsund evrur á mánuði.

Baldur telur því Eimskipafélagið skulda sér 183,7 milljónir króna miðað við gengi evru hjá Seðlabankanum í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi Baldurs átti hann rétt á launum í 24 mánuði frá 1. mars 2008 til loka febrúar 2010. Stjórn Eimskipa stöðvaði hins vegar launagreiðslur til Baldurs í maí síðastliðnum.

Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Baldurs, standa viðræður yfir milli málsaðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert