Neyðarsöfnun fyrir Gaza

Palestínsk fjölskylda flytur eigur sínar á hestvagni úr rústum heimilis …
Palestínsk fjölskylda flytur eigur sínar á hestvagni úr rústum heimilis síns á Gaza-svæðinu. Reuters

Fé­lagið Ísland-Palestína hef­ur hafið neyðarsöfn­un til kaupa á nauðsyn­leg­um lækn­is­búnaði sem sjúkra­hús á Gaza-svæðinu hafa óskað eft­ir vegna mann­skæðra árása Ísra­els­hers.

„Heim­ur­inn horf­ir nú upp á grimmúðleg ill­virki Ísra­els­hers sem beit­ir til þess banda­rísk­um víg­búnaði og hernaðar­tækni. Með of­ur­efli er níðst á varn­ar­laus­um palestínsk­um íbú­um eins þétt­býl­asta svæðis heims, sem eru lokaðir inni og geta hvergi flúið af svæðinu sem breytt hef­ur verið í risafang­elsi. Helm­ing­ur íbú­anna á Gaza eða 750 þúsund manns eru und­ir 14 ára aldri. Yfir helm­ing­ur íbú­anna eru flótta­menn, sem þrátt fyr­ir álykt­an­ir Sam­einuðu þjóðanna hef­ur verið neitað um þann rétt sinn að fá að snúa aft­ur til heima­lands síns í ára­tugi af ísra­elsk­um yf­ir­völd­um.

Frá því að inn­rás Ísra­els­hers hófst á Gaza 27. des­em­ber hafa um 800 Palestínu­menn verið drepn­ir, þar af um 300 börn! Meira en 3.000 manns hafa særst og hundruð fleiri þurfa á lækn­isaðstoð að halda. Heil­brigðis­kerfið, sem var fyr­ir inn­rás­ina búið að hljóta ómæld­an skaða vegna 18 mánaða umsát­urs Ísra­ela um Gaza, hef­ur ekki tök á að sinna særðum og slösuðum. Fregn­ir ber­ast af því að lækn­ar neyðist til að for­gangsraða lækn­isþjón­ustu og fram­kvæma aðgerðir án nauðsyn­legra áhalda og lyfja.

Fé­lagið Ísland-Palestína hef­ur ákveðið að verða við þeirri beiðni og bein­ir því neyðarsöfn­un sinni að því að styrkja PHR til kaupa á nauðsyn­leg­um lækn­is­búnaði og hef­ur nú þegar sent $2.000 sem söfnuðust á úti­fundi 30. des­em­ber síðastliðinn. Þeir sem vilja leggja söfn­unni lið er bent á reikn­ing neyðarsöfn­un­ar­inn­ar: 0542-26-6990, kt. 520188-1349, merkt "PHR-Gaza"

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert