Rannsóknarnefnd leitar liðsinnis almennings

mbl.is

Nýskipuð rannsóknarnefnd sem ætlað er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna, hyggst leita liðsinnis almennings í störfum sínum. Nefndin hefur boðað til blaðamannafundar á morgun.

Rannsóknarnefnd Alþingis var komið á fót með lögum fyrir jólin. Nefndinni er ætlað að rannsaka bankahrunið og tengda atburði. Lokið var við að skipa í nefndina 30. desember 2008. Í henni eiga sæti Páll Hreinsson hæstaréttardómari, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Sigríður Benediktsdóttir kennari við hagfræðideild Yale-háskóla í Bandaríkjunum.

Rannsóknarnefndin hefur boðað til blaðamannafundar á morgun, þar sem verkefni nefndarinnar verða kynnt og mikilvægi þess að almenningur veiti nefndinni liðsinni í störfum sínum. Þá verður heimasíða nefndarinnar kynnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert