Tekist á um kröfu Jóns Ásgeirs

mbl.is/Ómar

Munnlegur málflutningur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem tekist verður um þá kröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að rannsókn á skattahluta Baugsmálsins verði dæmd ólögmæt og kröfu ákæruvaldsins um frávísun.

Málflutningur hófst nú kl. 9:15. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, fer með málið fyrir hönd ákæruvaldsins, en Gísli Hall flytur mál Jóns Ásgeirs í umboði Gests Jónssonar.

Jón Ásgeir, Kristín Jóhannesdóttir, systir hans, og Stefán Hilmar Hilmarsson höfðuðu mál gegn ríkinu í síðasta mánuði til að fá niðurfellda rannsókn á skattalagabrotum á hendur sér. Jafnframt var gerð krafa um að Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, viki sæti sökum vanhæfis.

Mál gegn Stefáni var hins vegar fellt niður 19. desember sl.

Munnlegur flutningur í máli Kristínar fer fram 12. janúar nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert