Vinnubrögðin nísta inn að hjarta

Kristján Björnsson.
Kristján Björnsson.

Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, segir á bloggsíðu sinni í dag, að hugmyndir heilbrigðisráðherra um sameiningu sjúkrastofnana á landsbyggðinni séu ótrúlega vitlausar og nísti inn að hjarta þeirra sem vilja frekar efla heilbrigðisþjónustu á hverjum stað.

Samkvæmt tillögunum á Heilbrigðisstofnunin í Eyjum að fara undir Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. 

„Allir sjá að sameining yfir mikil lönd og sjó fela í sér stóraukinn kostnað og því engann sparnað. Í gegnum tíðna hafa litlu sjúkrahúseiningarnar komið best út í rekstri. Það er skömm að sjá hvernig svona vinnubrögð nísta inn að hjarta okkar sem viljum frekar efla heilbrigðisþjónustu okkar á hverjum stað rétt eins og við hér í Vestmannaeyjum, m.a. með ómældum gjöfum á tækjum og aðstöðu og uppbyggingu þekkingar og færni lækna og hjúkrunarfólks," segir Kristján.

„Guðlaugur Þór segir að öllum steinum verði umturnað, rétt eins og það sé nú heppilegt í heilbrigðiskerfi almennings sem hefur einmitt verið frekar valt á fótunum að undanförnu. Ef umturna á öllum steinum í þessu kerfi væri fróðlegt að byrja á því að sjá réttar tölur yfir kostnaðinn sem hefur hlotist af sameiningu Landsspítala og Borgarspítala á sínum tíma. Komið með það fram í dagsljósið og þá sjá allir að það hefur hvorki haft í för með sér sparnað né hagræðingu."

Blogg Kristjáns

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert