Yfir 10 þúsund án atvinnu

Atvinnuleysi í landinu eykst enn og eru nú tíu þúsund manns án atvinnu samkvæmt vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að 10.056 séu án atvinnu, flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 6.206.

Atvinnuleysið vex hröðum skrefum. 25. nóvember var 6.441 skráður atvinnulaus hjá Vinnumálastofnun, 3.754 karlar og 2.687 konur. Í október voru 3.106 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysið hefur ríflega þrefaldast frá því í október.

Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 4.028 karlar og 2.178 konur án atvinnu eða samtals 6.206 manns.

Á Vesturlandi eru 188 karlar og 139 konur á atvinnuleysisskrá, samtals 327 manns.

40 karlar og 36 konur eru án atvinnu á Vestfjörðum eða samtals 76.

81 er á skrá á Norðurlandi vestra, 52 karlar og 29 konur.

996 eru án atvinnu á Norðurlandi eystra, 601 karl og 395 konur.

255 eru skráðir atvinnulausir á Austurlandi, 165 karlar og 90 konur.

1.376 eru án atvinnu á Suðurnesjum, 792 karlar og 584 konur.

Og á Suðurlandi eru 739 án atvinnu, 463 karla og 276 konur

Samtals eru 10.056 án atvinnu samkvæmt vef Vinnumálastofnunar, 6.329 karlar og 3.727 konur.

Í

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert