3.500 fyrirtæki í þrot?

Tæplega 3.500 fyrirtæki stefna í þrot innan tólf mánaða sé miðað við núverandi stöðu. Það sýna útreikningar fyrirtækisins Creditinfo á Íslandi. „Þegar ég segi þrot er ég að tala um að þau verði gjaldþrota eða gert verði í þeim árangurslaust fjárnám,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Hún segir fyrirtækin flest á höfuðborgarsvæðinu, þau séu í öllum atvinnugreinum, lítil sem stór og í fullri starfsemi. Mest áberandi séu byggingarfyrirtæki og verslunar- og þjónustufyrirtæki. „Ef við berum þessa tölu saman við árin á undan er þetta mikil aukning frá árinu 2008 og 200 prósenta aukning frá árinu 2007.“ Fyrirtækin séu ekki í hópi með þeim sem séu í alvarlegum vanskilum, heldur við gjaldþrot verði ekki gripið til róttækra aðgerða.

Um 30 þúsund fyrirtæki eru í landinu. „Hafa þarf í huga að inni í þeirri tölu eru allar fyrirtækjakennitölur, hvort sem þær heyra eignarhaldsfélögum til eða svokölluðum skúffufyrirtækjum. Eflaust á það síðarnefnda við um einhver þessara nær 3.500 fyrirtækja en upp til hópa eru þetta ekki þau,“ leggur Rakel áherslu á. Creditinfo á Íslandi rannsakar nú hversu mörg þessara þrjátíu þúsund fyrirtækja eru virk.

Útreikningana lagði Rakel fram á fundi sjálfstæðismanna sem auðlindahópur Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins stóð fyrir í Valhöll í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka