Árangur með veggjakrot

Unnið að hreinsun á veggjakroti í miðbæ Kópavogs.
Unnið að hreinsun á veggjakroti í miðbæ Kópavogs.

Reykjavíkurborg hefur hlotið tilnefningu ATCM-samtakanna til verðlauna í flokknum Miðborgarreynsla fyrir góðan árangur í að draga úr veggjakroti og tilheyrandi eignaspjöllum á árinu 2008, segir í tilkynningu frá borginni.

ATCM eru alþjóðleg samtök á sviði borgauppbyggingar í Evrópu, og eiga hundruð borga og bæja aðild að samtökunum.

Tilnefningin kemur í kjölfar úttektar og samanburðar á ástandi miðborgar Reykjavíkur frá vori til loka ársins 2008. Þykir árangur í viðureigninni við veggjakrot í miðborg Reykjavíkur einstakur að mati dómnefndar ATCM.

Aðrar tilnefningar í sama flokki hlutu borgirnar Leeds, Rochdale, Newcastle og Belfast.

Tilkynnt verður hvaða borg hlýtur verðlaunin á sérstakri verðlaunahátíð í Lundúnum þann 26. mars næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert