Frysting tekin fyrir hjá Evrópuráðsþinginu

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópuráðsþings­ins samþykkti í dag beiðni Íslands um að sú aðgerð breskra stjórn­valda að beita hryðju­verka­lög­um til að frysta eig­ur Lands­bank­ans í Bretlandi 8. októ­ber sl. yrði tek­in til meðferðar bæði í laga- og mann­rétt­inda­nefnd og efna­hags­nefnd Evr­ópuráðsþings­ins. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son á sæti í fram­kvæmda­stjórn­inni og sótti fund­inn sem fór fram í Bar­sel­óna.

For­saga máls­ins er að 28. nóv­em­ber sl. voru þær aðgerðir breskra stjórn­valda að beita hryðju­verka­lög­um gegn Lands­bank­an­um og færa starf­semi dótt­ur­fyr­ir­tækja Lands­bank­ans og Kaupþings í Bretlandi und­ir breska fjár­mála­eft­ir­litið auk yf­ir­lýs­inga breskra ráðamanna rædd­ar á stjórn­ar­nefnd­ar­fundi Evr­ópuráðsþings­ins í Madríd. Umræðan fór fram að beiðni Íslands­deild­ar sem í eiga sæti Guðfinna S. Bjarna­dótt­ir, Ell­ert B. Schram og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sem átti frum­kvæði að umræðunni og flutti málið á fundi stjórn­ar­nefnd­ar­inn­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Beit­ing hryðju­verka­lag­anna eins­dæmi

„Beit­ing breskra hryðju­verka­laga gegn Lands­bank­an­um er eins­dæmi. Í fyrsta sinn var slík­um lög­um beint gegn fyr­ir­tæki sem teng­ist ekki með nokkr­um hætti hryðju­verk­a­starf­semi auk þess sem Ísland er frá banda­lags­ríki Breta í bar­átt­unni gegn hryðju­verk­um.

Beit­ing lag­anna hafði í för með sér að Lands­bank­inn var sett­ur á sama svarta list­ann og hryðju­verka­sam­tök­in Al-Kaída. Auk þeirra er að finna önn­ur sam­tök og rík­is­stjórn­ir á list­an­um, sem eiga það sam­eig­in­legt að vera beitt viður­lög­um vegna brota á alþjóðalög­um og samn­ing­um, ekki ein­göngu af bresk­um stjórn­völd­um held­ur einnig Evr­ópu­sam­band­inu og Sam­einuðu þjóðunum.

Bresk stjórn­völd hafa rétt­lætt aðgerðina fyr­ir sitt leyti með vís­an til þess að sá hluti lag­anna, sem beitt var til að frysta eig­ur Lands­bank­ans, nái ekki ein­göngu til aðila sem teng­ist hryðju­verk­a­starf­semi, held­ur sé starf­semi þeirra ógn við efna­hags­leg­an eða fjár­hags­leg­an stöðug­leika lands­ins.

Inni­stæður á Ices­a­ve inn­an við 0,5% af inni­stæðum í Bretlandi

Á stjórn­ar­nefnd­ar­fund­in­um í nóv­em­ber kom fram stuðning­ur við gagn­rýni Íslands­deild­ar á aðgerðir breskra stjórn­valda sem halda má fram með rök­um að hafi verið um­fram meðal­hóf og stór­lega aukið efna­hags­vanda þjóðar­inn­ar.

Í máli breskra stjórn­ar­and­stöðuþing­manna á fund­in­um var m.a. bent á að þegar hryðju­verka­lög­in voru sett á sín­um tíma þá var sá hluti lag­anna, sem notaður var til að frysta eign­ir Lands­bank­ans, samþykkt­ur á þeirri for­sendu að hon­um yrði ein­göngu beitt þar sem ættu í hlut óvin­veitt ríki eða aðilar þrátt fyr­ir að lög­in segðu það ekki ber­um orðum. Því væri spurn­ing­ar­merki sett við hvort beit­ing lag­anna í til­viki Lands­bank­ans hafi verið í sam­ræmi við anda lag­anna ann­ars veg­ar og til­efnið hins veg­ar í ljósi þeirra al­var­legu af­leiðinga sem aðgerðin hafði fyr­ir efna­hag Íslands. Lög­menn hafa metið það svo að litl­ar lík­ur séu á því að ís­lenska ríkið geti unnið mál gegn breska rík­inu á laga­leg­um for­send­um þar sem lag­anna bók­staf­ur veiti bresk­um stjórn­völd­um í reynd mjög víðtæk­ar laga­heim­ild­ir.

Spurn­ing­ar vakna um mis­beit­ingu

For­dæmið, sem bresk stjórn­völd hafa hins veg­ar sett með aðgerðum sín­um gagn­vart Lands­bank­an­um, sýn­ir ótví­rætt hvernig hægt er að beita lög­un­um á þann hátt að spurn­ing­ar vakna um hugs­an­lega mis­beit­ingu, sem marg­ir hafa varað við, þar með talið Mart­in Schein­in, sér­leg­ur full­trúi Sam­einuðu þjóðanna um vernd­un mann­rétt­inda í bar­átt­unni gegn hryðju­verk­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Í fram­haldi af stjórn­ar­nefnd­ar­fund­in­um í nóv­em­ber og þeirri niður­stöðu að litl­ar lík­ur væru á því að ís­lenska ríkið gæti farið dóm­stóla­leiðina ákvað Íslands­deild­in að fara þess á leit við fram­kvæmda­stjórn Evr­ópuráðsþings­ins að mál­inu væri vísað bæði til laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar og efna­hags­nefnd­ar. Þar yrði m.a. skoðað frek­ar hvort bresk stjórn­völd hafi gengið of langt í aðgerðum sín­um gagn­vart Íslend­ing­um og hvort bresku lög­in byðu upp á mis­beit­ingu á grund­velli þess hversu víðtæk þau eru.

Ef það verður niðurstaðan er það ósk Íslands­deild­ar að gef­in verði út til­mæli til allra 47 aðild­ar­landa Evr­ópuráðsins um að hryðju­verka­lög verði end­ur­skoðuð með það að mark­miði að  gera skýr­an grein­ar­mun á lög­um sem taka til bar­átt­unn­ar gegn hryðju­verk­um ann­ars veg­ar og lög­um sem ná til viðbragða gegn ann­ars kon­ar vá eins og ógn við efna­hags­leg­an stöðug­leika hins veg­ar. Slík til­mæli eru að mati Íslands­deild­ar for­senda þess að beit­ingu hryðju­verka­laga verði sett­ar meiri skorður og hafi þar með ekki ótilætlaðar af­leiðing­ar eins og á Íslandi þar sem efna­hags­vandi þjóðar­inn­ar var auk­inn stór­lega með aðgerðum breskra stjórn­valda," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Íslands­deild Evr­ópuráðsþings­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert