Gjaldfella starfsmannalánin

Landsbankinn í Lúxemborg.
Landsbankinn í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg fréttu eftir óformlegum leiðum í gær að gjaldfella ætti öll lán starfsmanna. Í bréfi sem skiptastjórar bankans póstlögðu í gær stæði að þeir fengju viku til að greiða upp lánin.

Starfsmönnunum var öllum sagt upp 12. desember. Fimmtíu voru endurráðnir til að gera bankann upp. Þegar mest var störfuðu 160 hjá bankanum en þeir voru rétt ríflega 100 við fall hans í október.

Starfsmennirnir hafa krafið skiptastjóra bankans og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte, sem ráðið var til uppgjörsins, um upplýsingar um lánaskuldbindingar sínar frá því bankinn féll en engin svör fengið. Þeir sem misstu vinnuna hafa ekki fengið greidd laun frá desemberbyrjun og alls óljóst hvort þeir fá uppsagnarfrestinn greiddan. Þeir sem endurráðnir voru hafa aðeins fengið greitt samkvæmt nýjum samningi frá 12. desember. Þeir sem eiga sparifé í bankanum hafa heldur ekki getað tekið innlán sín út. Reikningar í bankanum eru frystir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert