Hætta á að gjafabréf brenni inni

Eigendur gjafabréfa eru aftarlega í röð kröfuhafa verði verslun gjaldþrota, að sögn Hildigunnar Hafsteinsdóttur, lögfræðings hjá Neytendasamtökunum.

„Um er að ræða almenna kröfu og það er vonlítið að ná í slíkar kröfur. Við höfum alltaf hvatt neytendur til þess að gæta að því að sitja ekki uppi með gjafabréf. Þeir ættu í staðinn að kaupa eitthvað sem þá vantar eða langar í áður en þetta brennur inni og sérstaklega núna í ljósi efnahagsástandsins,“ segir Hildigunnur.

Hún getur þess að við eigendaskipti hafi nýir eigendur í einhverjum tilvikum fallist á að greiða gjafabréf út í einhvern tíma. „Það fer hins vegar bara eftir samningum við yfirtöku eða sölu og það er ekki algilt.“

Hið sama á við um inneignarnótur, að sögn Hildigunnar. Segir hún sjálfsagt að lýsa þeim í þrotabú gjaldþrota fyrirtækis í samráði við skiptastjóra þótt vonlítið sé að fá slíkar kröfur greiddar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert