Hafnfirskir sjálfstæðismenn undrast ákvörðun um St. Jósefsspítala

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali.

Lands­mála­fé­lagið Fram, sem er fé­lag í Sjálf­stæðis­flokkn­um í Hafnar­f­irði, hef­ur sent frá sér alykt­un þar sem hörmuð  er sú ákvörðun sem til­kynnt var í gær um lok­un St. Jós­efs­spít­ala í nú­ver­andi mynd.

„Í stað lok­un­ar væri eðli­legt að gefa þeim sem standa að rekstri spít­al­ans í sam­ráði við bæj­ar­yf­ir­völd í Hafnar­f­irði, tæki­færi til að koma með til­lög­ur um hvernig ná megi mark­miðum ráðuneyt­is­ins um sparnað.

Spít­al­inn hef­ur í 80 ár gegnt mik­il­vægu hlut­verki í bæj­ar­fé­lag­inu. Í ljósi þess al­var­lega ástands sem nú rík­ir í Hafnar­f­irði bæði fjár­hags­lega og í at­vinnu­mál­um, þá er þetta á eng­an hátt bæj­ar­fé­lag­inu til fram­drátt­ar. Það er ábyrgðar­hluti að um­turna aðstæðum allra þeirra sem að stofn­un­inni standa á þess­um óvissu­tím­um.

Fé­lagið skor­ar á heil­brigðisráðherra, Guðlaug Þór Þórðar­son og formann fjár­laga­nefnd­ar, Gunn­ar Svavars­son að end­ur­skoða fyrri ákvörðun," seg­ir í álykt­un­inni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert