Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um innbrot í nýbyggingu í Hafnarfirði. Meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott með sér voru klósett og blöndunartæki. Þjófarnir hafa ekki fundist og er málið í rannsókn.
Að öðru leyti var dagurinn rólegur á höfuðborgarsvæðinu. Fjögur minniháttar umferðaróhöpp urðu eftir hádegi, engin slys á fólki og skemmdir í einhverjum tilvikum óverulegar.