Læknar lýsa áhyggum af breytingum á St. Jósefs

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali.

Lækn­ar heilsu­gæslu­stöðvanna  í Hafnar­f­irði og Garðabæ lýsa þung­um áhyggj­um af fyr­ir­huguðum breyt­ing­um á starf­semi St. Jós­efs­spít­ala í Hafnar­f­irði. Hvetja þeir heil­brigðis­yf­ir­völd til að end­ur­skoða þau áform og lýsa jafn­framt vilja til að koma að viðræðum um framtíðar­skip­an þess­ara mála á svæðinu.


Í til­kynn­ingu, sem Emil L. Sig­urðsson, yf­ir­lækn­ir Heilsu­gæslu­stöðvar­inn­ar Sólvangi, Guðrún Gunn­ars­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir Heilsu­gæslu­stöðvar­inn­ar Fjarðar og Bjarni Jónas­son, yf­ir­lækn­ir Heilsu­gæsl­unn­ar í Garðabæ, seg­ir að  St. Jós­efs­spít­ali hafi um margra ára­tuga­skeið verið ein af grunnstoðum  heil­brigðisþjón­ust­unn­ar í Hafnar­f­irði og Garðabæ. Skjól­stæðing­ar heilsu­gæslu­stöðvanna hafi fengið úr­valsþjón­ustu hjá vel þjálfuðu heil­brigðis­starfs­fólki sem þar vinn­ur.

„Það er ljóst ef fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sem lúta að því að gera spít­al­ann að öldrun­ar­stofn­un,  ná fram að ganga,  verður um veru­lega skerta þjón­ustu við okk­ar skjól­stæðinga að ræða.  Jafn­framt mun þetta leiða til þess að stór sjúk­linga­hóp­ur mun þurfa að sækja dýr­ari þjón­ustu inná yf­ir­fullt há­tækni­sjúkra­hús. Miðað við fram komn­ar for­send­ur eru þess­ar breyt­ing­ar í besta falli mjög vafa­sam­ar bæði fjár­hags­lega og fag­lega," seg­ir m.a. í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert