Langur fundur með ráðherra

Hátt í 100 borgarar voru fyrir utan Sólvang og tóku …
Hátt í 100 borgarar voru fyrir utan Sólvang og tóku á móti Guðlaugi Þór. mbl.is/Kristinn

Fund­ur Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar heil­brigðisráðherra með starfs­fólki St. Jós­efs­spít­ala stóð fram und­ir miðnættið, en hann hófst klukk­an 21.

Árni Sverris­son, for­stjóri spít­al­ans, seg­ir fund­inn hafa farið vel fram en ráðherra hafi þó fengið að heyra mjög skýrt álit fólks, það hafi tjáð sig mjög sterkt og und­ir­strikað hversu mikið því er niðri fyr­ir vegna þeirr­ar ákvörðunar að ger­breyta starf­sem­inni. Guðlaug­ur Þór fór yfir þær aðgerðir og breyt­ing­ar sem framund­an eru í heil­brigðis­kerf­inu, en Árni sagði þó að í raun hafi fátt nýtt komið fram.

Vel var mætt á fund­inn, sem var lokaður öðrum en starfs­fólki og ráðherra. Um hundrað manns söfnuðust sam­an fyr­ir utan Sólvang til að sýna sam­stöðu í verki. Sagðist fólk ósátt þar sem heil­brigðisþjón­usta yrði nú fjar­læg­ari, fólk missti vinn­una og auk þess væri stór hluti tækja­búnaðar í spít­al­an­um þangað gef­inn af hafn­firsk­um fé­laga­sam­tök­um, enda væri spít­al­inn rót­gró­in hafn­firsk stofn­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert